Umsagnir og upplifanir gesta

Ég fann hvernig líkaminn vaknaði upp gegnum snertinguna

Uppbyggingin á nuddinu var góð og aldrei of ágeng. Ég upplifði að ég væri að fara í ferðalag í eigin líkama sem þú leiddir mig í gegnum. Ég fann hvernig líkaminn vaknaði upp gegnum snertinguna og hvernig ýmsar tilfinningar vellíðanar, langanir og þakklæti fyrir eigin líkama fylgdu með.
Lesa umsögn

Aukin vitund um skynjun

Ég upplifði aukna skynjun í dag um veru mína í rýminu, lyktir, snertingar. Listin flæðir úr mér í dag, og ég finn þema tengd orku og orkustöðunum innra með mér.
Lesa umsögn

Fallegt nudd og nánd

Mér finnst samtölin fyrir og eftir nuddin mjög mikilvæg, og mér líkar mjög vel við viðhorfið þitt – bæði auðmjúkur og öruggur í því sem þú gerir.
Lesa umsögn

Allt er fullt af ást

Nærvera hans, alúðleg snerting í vitund, tækni og heilindi í viðhorfi hans gera upplifunina himneska – eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum.
Lesa umsögn

Ferðalag fullt af trausti, kærleik og nærveru

Ég er endalaust þakklát fyrir tíma okkar saman, ferðalag fullt af trausti, kærleik og nærveru sem þú gafst mér. Einhversstaðar innra með mér er ÉG dansandi og syngjandi. Sálin mín er vöknuð aftur til lífsins, og mig svimar af þessari nýju orku.
Lesa umsögn

Umsögn

Umsögn frá þinni upplifun er hjartanlega velkomin. Fyrir mig persónulega til að draga lærdóm af, eða fyrir aðra til að öðlast innsýn í reynslu annarra við að upplifa heildrænt tantra nudd.
sími 791 7979
jonas@ljosvikingur.is