Umsögn og upplifun frá gesti
Fallegt jafnvægi kærleika og fagmennsku
Frá fyrstu stundu í Tantra-nuddinu sem Jónas veitti mér, fann ég fyrir djúpri öryggistilfinningu og umhyggju, sem gerði mér kleift að sleppa tökunum og vera til staðar.
Nuddið var bæði afar faglegt og kærleiksríkt sem skapaði fallegt jafnvægi. Á sama tíma var umhverfið hlýlegt og aðstæðurnar góðar, róandi og haldið utan um þær af mikilli natni. Allt flæddi áreynslulaust, allt frá orkunni til næmni á smáatriðin.
Ég fór þaðan jarðtengd, opin og djúpt nærð. Ógleymanleg upplifun á sem jákvæðastan og virðingarfyllstan hátt.
Innilegar þakkir Jónas
D, 11.2025