Umsögn og upplifun frá gesti

Aukin vitund um skynjun

halló halló :)

Smá viðbótar endurgjöf. Ég fylgdi ráðleggingu þinni og tók því rólega um kvöldið, mjög áhugavert, ég var mjög næm fyrir brakinu sem fylgir því að byrja að brjóta niður vegginn. allavega, ég upplifði aukna skynjun í dag um veru mína í rýminu, lyktir, snertingar. listin flæðir úr mér í dag, og ég finn þema tengd orku og orkustöðunum innra með mér.

það var augnablik í nuddinu þar sem ég fann flæðið frá rótarstöðinni upp að hálsinum. og það var svo gott að vera í flæði líkamans frekar en hugarins. fann snertingu þína vera einhvers konar uppleysingu einstaklingsins/egósins, meira sem skynræn upplifun aðgreind frá því. en á sama tíma fannst það mjög mannlegt, ef það meikar sens? það kom til mín í nuddinu að tantra er einfaldlega að lifa.

já og líka, almennt tilfinningin vellíðan, umhyggju, kærleika... þetta hefur verið að verða mín tíðni undanfarið og mér finnst upplifunin í gær hafa passað mjög vel við það.

með miklu þakklæti.

SD, 28

Umsögn

Umsögn frá þinni upplifun er hjartanlega velkomin. Fyrir mig persónulega til að draga lærdóm af, eða fyrir aðra til að öðlast innsýn í reynslu annarra við að upplifa heildrænt tantra nudd.
sími 791 7979
jonas@ljosvikingur.is