Uppgötvun töfra lífsins
Ég finn enn fyrir þessu magnaða nuddi í líkamanum og bara allri minni veru. Ég er enn að uppgötva töfra lífsins og hvað líkaminn og vitundin eru stórfengleg og það er dásamlegt.
Ég hef upplifað mörg nudd hjá Jónasi og fundið ávinninginn af þeim til lengri tíma. Þegar ég hugsa til baka til fyrsta nuddsins sem var einnig mögnuð upplifun á þeim tíma, þá sé ég nú hvað margt hefur þróast og stækkað með mér síðan þá.
Hvert nudd sem ég hef upplifað með Jónasi er einstakt ferðalag um minn eigin líkama og vitund. Hann tekur ávallt á móti mér með opið hjarta og af umhyggju, hvar sem ég er stödd, hvort sem ég hef þörf á að vinna úr tilfinningum eða tengjast líkamanum. Ég upplifi nuddið sem opnum inn á nýjar víddir innra með sjálfri mér og minni erótísku veru, þar sem ég get sleppt hugsunum og horfið inn í hreina skynjun og núvitund. Jónas er einstaklega næmur og styður mig í gegnum þetta ferðalag með tryggri nærveru og af nærgætni.
Fyrir mér er nuddið sjálfsrækt þar sem ég víkka mína eigin lífsorku. Hvert skipti er ólíkt en skilur eitthvað eftir sem ég tek með mér út í hið daglega líf. Það hefur hjálpað mér að vera til staðar í núinu, aukið næmi mitt á eigin líkama og það hefur svo sannarlega gert mig að betri ástkonu.
Jónas er ákaflega fær tantra nuddari og greinilegt að hann hefur mikla þekkingu á því sem hann gerir. Ég ber mikið traust til hans og líður vel í hans nærveru. Nuddaðstaðan er mjög notaleg og andrúmsloftið þægilegt. Ég er þakklát fyrir mínar upplifanir af tantra nuddi frá honum. Þau eru bestu gjafirnar sem ég gef sjálfri mér.