Umsögn og upplifun frá gesti
Kærleiksrík snerting er sannarlega kraftaverkalækning
Ég fann mig mjög örugga og verndaða í nuddinu, ég gat slakað á og unnið úr djúpum tilfinningum. Ég fann að ég var umlukin og samþykkt, og umfram allt elskuð. Það er mjög dýrmæt tilfinning og reynsla sem ég kann vel að meta.
Jónas var kærleiksríkur, hafði góða nærveru og sýndi virðingu. Hann truflaði ekki mína innri tilfinningavinnu, heldur leiddi og studdi mig með mjúkri, rólegri og hlýrri nærveru sinni. Hann er mjög umhyggjusamur, athugull og sýnir samkennd. Ég gat skynjað að það er hans ósk að styðja mig í að verða heil, að blómstra og vera hamingjusöm.
Ég fann að ég gat notið, gefið eftir og tekið á móti allri þessari ást, umhyggju og mýkt. Það var græðandi og færði mér innri sálarfrið. Eftir nuddið var ég léttari, eins og ég hefði skilið eftir gamla húð eða lagt frá mér þungar byrgðar sem ég hafði borið án þess að vita af.
Ég áttaði mig á því að kærleiksrík snerting er sannarlega kraftaverkalækning. Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu og fyrir þá heilun sem ég hef fengið á þennan hátt.
AS, 38